Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson eða Siggi Gunn (fæddur 11. september 1959) er íslenskur handknattleiksmaður.
Sigurður lék einnig fótbolta með Víkingi og íslenska unglingalandsliðinu áður en hann valdi að einbeita sér að handbolta. Sigurður lék upphaflega handknattleik með Víkingi upp yngri flokka félagsins og varð m.a. bikarmeistari bæði með 2.flokki og meistaraflokki 1978. Sigurður vann annars marga titla með meistaraflokki, 3 sinnum Reykjavíkurmeistari, bikarmeistari fimm sinnum og Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Sigurður var ávallt meðal markahæstu manna og var markakóngur íslandmótsins 1987-88 og kjörinn besti sóknarmaður Íslandsmótsins 1987-88 og 1989-90. Sigurður var kjörinn íþróttamaður Vestmannaeyja 1989 og þjálfari ársins í efstur deild Íslandsmótsins 1990-1991.
Sigurður lék með Bayer Leverkusen í Þýskalandi árið 1981-82 og með spænska liðinu Coronas Tres De Mayo frá árinu 1984-1987. Sigurður var 3. markahæsti maður Spænsku deildarinnar 1985 og valinn í lið ársins það árið. Árin 1988-1996 lék Sigurður og þjálfaði lið ÍBV í Vestmannaeyjum og gerði þá meðal annars að bikarmeisturum 1991. Sigurður þjálfaði lið Hauka tvö tímabil árin 1996 - 1998 og varð liðið Bikarmeistari árið 1997. Sigurður þjálfaði síðar lið Bodö Handballklubb og Stavanger handball í Noregi áður en hann tók við Stjörnunni og síðar kvennaliði FH. Áður en það varð þjálfaði hann lið Víkinga eitt tímabil og undir hans stjórn komst Víkingur í fyrstu deild aftur.
Sigurður var valinn besti leikmaður íslenska unglingalandsliðsins í Skien í Noregi árið 1977, þar sem liðið lenti í 2. sæti og besti sóknarmaður 21 árs landsliðsins sem keppti í Danmörku árið 1979. Sigurður lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland árið 1978 í Færeyjum 1978 og þann síðasta árið 1990. Sigurður var einn af þeim sem vann B-keppnina í París 1989, tók þátt í tvennum Olympíukleikum, Los Angeles 1984 og Seol 1988. Sigurður varð 6 markahæsti leikmaðurinn í Los Angeles og var valinn í Heimsliðið árið 1985. Hann tók þátt í HM í Sviss 1986 og Tékkóslóvakíu 1990.
Sigurður varð Evrópumeistari lögreglumanna árið 1984 og valinn besti leikmaðurinn í keppninni.