Sigurður Atli Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurður Atli Sigurðsson (f. 31. mars, 1988) er íslenskur myndlistarmaður. Hann stundaði nám við Listaháskóla Íslands á árunum 2008-2011 og meistaranám við École Supérieure d'Art et de Design Marseille-Méditerranée á árunum 2011-2013. Hann hefur tekið þátt í ýmsum sýningum á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum. Árið 2015 stofnaði hann Prent & vini ásamt myndlistarmanninum Leifi Ými Eyjólfssyni. Prent & vinir hafa haldið utan um jólasýningarnar í Ásmundarsal og ýmsar aðrar sýningar, námskeið og viðburði. Sigurður Atli hefur kennt við Listaháskóla Íslands frá 2016.[1]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „About | Sigurður Atli Sigurðsson Visual Artist“. Sigurður Atli (enska). Sótt 3. júní 2020.