Fara í innihald

Sifjaspell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sifjaspell (blóðskömm eða frændsemisspell og stundum líka blóðskylda) eru samræði skyldmenna, til dæmis föður og dóttur, sonar og móður eða systkina[1]. Á þeim hefur hvílt bannhelgi frá alda öðli, og tengist það eflaust því að ef of skyldir einstaklingar eignast saman afkvæmi eru stórauknar líkur á því að arfgengir sjúkdómar innan fjölskyldunnar erfist til afkvæmisins. Í kristnum lagaskilningi fyrri alda töldust hjón vera „eitt hold“, og taldist því t.d. samræði manns við mágkonu sína til sifjaspella[2], og var fólk stundum tekið af lífi fyrir þær sakir, en sifjaspell voru dauðasök samkvæmt stóradómi[2]. Meðal annars vegna hinna hörðu viðurlaga var barnsburði stundum leynt, og barnið þá frekar borið út en að upp kæmist.

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]
  • Áður fyrr var talað um að spilla sifjum um það að fremja sifjaspell.
  1. „Definition of INCEST“. www.merriam-webster.com (enska). Sótt 27. febrúar 2023.
  2. 2,0 2,1 „Hvað er Stóridómur?“. Vísindavefurinn. Sótt 27. febrúar 2023.