Fara í innihald

Segulpóll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Segulpóll eða -skaut getur átt við um

  • Segulmiðju annars af tveimur stöðum á yfirborði hlutar, sem hefur um sig segulsvið nær því af tvípólagerð.
  • Annan af tveimur stöðum á yfirborði jarðar, eða annarrar plánetu, þar sem segulhalli er 90° (90 gráður).en:Magnetic_dip
  • Stakan segulpól, seguleinskaut (Magnetic Monopole), sem ekki er að finna skv. jöfnum Maxwell, en Paul Dirac(en), sem fyrstur varð til að sameina skammtafræðina og takmörkuðu afstæðiskenninguna, setti fyrstur fram tilgátu um árið 1931, en hefur ekki enn fundist, þrátt fyrir leit.

Segulsvið verður til við rafhleðslur á hreyfingu, sem sé rafstraum, að viðbættri viðbót Maxwells, hliðrunarstraumnum, breytilegu rafsviði/tímaafleið rafsviðs. Lögun segulsviðs er því almennt mjög breytileg eftir uppsprettunni, og hugtakið segulpóll á ekki alltaf beinlínis við, en kemur inn við sviðslögun tvípóls.

Umhverfis raf- og segultvípóla eru einkennandi og áþekk tvípólasvið(en), skilgreind út frá mætti tvípólanna.

  • Raftvípóll myndaður af tveim aðskildum hleðslum, með mættið margfeldi hleðslu og fjarlægðar milli hleðslanna.
  • Segultvípóll myndaður af straumi sem fer í hring í hringleiðara, með mættið margfeldi flatarmál hringsins og straumsins.

Stangarseglar hafa kringum sig segulsvið af tvipólagerð, og vegna lögunar þeirra á hugtakið segulpóll þar vel við.

Þetta er aðgreiningarsíða sem inniheldur tengla á ólíkar merkingar þessa orðs. Sjá allar greinar sem byrja á Segulpóll.