Fara í innihald

Sefþvari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sefþvari

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Pelíkanfuglar (Pelecaniformes)
Ætt: Ardeidae
Ættkvísl: Botaurus
Tegund:
B. stellaris

Tvínefni
Botaurus stellaris
(Linnaeus, 1758)

Sefþvari (fræðiheiti Botaurus stellaris) er vaðfugl af hegraættinni Ardeidae. Í Evrópu er talið að stofninn sé 20 til 44 þúsund karlfuglar. Sefþvarar eru staðfuglar á suðlægari slóðum en farfuglar þar sem vatn frýs á veturna. Sefþvari eru oftast einn á ferð í sefi. þegar sefþvari skynjar að fylgst er með honum þá stendur hann grafkyrr með gogginn upp og blandast umhverfinu. Það er mun líklegra að heyra í sefþvara en sjá hann. Sefþvari er sjaldgæfur flækingur á Íslandi, hefur aðeins fundist nokkrum sinnum en líklegt er að fleiri fuglar séu hér en sjáist ekki vegna útlits og lífernis. Sefþvarar eru helst á stjá snemma morguns og við sólsetur. Sefþvarar eru fjölkvænisfuglar og hver karlfugl makast með allt að fimm kvenfuglum. Hreiður er byggt úr sefstönglum sem standa enn frá seinasta ári og er um 30 sm í þvermál. Eggin eru fjögur til fimm frá seinast í mars og apríl og kvenfuglinn sér um útungun. Eftir útungun eru ungar tvær vikur í hreiðri en dreifast svo um sefið. Sefþvari lifir á fiskum, álum og ýmsum hryggleysingjum og lindýrum sem hann veiðir í sefi í grunnu vatni.

Skýringarmynd af sefþvara og búsvæði hans
hauskúpa af sefþvara
Botaurus stellaris