Fara í innihald

Seduction of the Innocent

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Seduction of the Innocent

Seduction of the Innocent er bók eftir bandaríska sálfræðinginn Fredric Wertham. Bókin kom út í Bandaríkjunum árið 1954 og hafði mikil áhrif á myndasöguframleiðslu og mótaði almenningsálit varðandi myndasögur. Bókatitillinn Seduction of the Innocent merkir á íslensku „Tæling hinna saklausu“ en Wertham taldi teiknimyndasögur stuðla að afbrotum og glæpum ungmenna og vera oft hættulegt og siðspillandi ofbeldisefni. Hann gagnrýndi ofbeldi, eiturlyfjaneyslu, glæpi og óeðli (svo sem samkynhneigð) í myndasögum og taldi að lestur slíks efnis kynti undir sams konar breytni hjá börnum sem læsu slíkar sögur. Bók hans varð metsölubók, foreldrar urðu skelkaðir og samtök foreldra börðust fyrir ritskoðun á myndasögum. Bandaríska þingið rannsakaði á þessum tíma myndasöguframleiðslu. Í kjölfarið ákváðu myndasöguútgefendur að taka sjálfir upp viðmið og ritskoðun.

  • Tilley, Carol L. (2012). „Seducing the Innocent: Fredric Wertham and the Falsifications that Helped Condemn Comics“. Information & Culture: A Journal of History. 47 (4): 383–413. doi:10.1353/lac.2012.0024.
  • Frumtexti Seduction of the Innocent á netinu, ekki upphaflegt myndefni