Fara í innihald

Securitate

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldamerki Securitate.

Securitate var leynilögregluna í alþýðulýðveldinu Rúmeníu frá 1948-1989. Securitate hét fullu nafni Öryggisdeild ríkisins (á Rúmönsku: Departamentul Securității Statului). Securitate var stofnuð 30. ágúst 1948 með hjálp frá NKVD, innanríkisráðuneyti Sovétríkjanna. Fyrir Securitate starfaði leynilögregla undir nafninu Siguranța Statului í Rúmeníu. Eftir að forseta Rúmeníu Nicolae Ceaușescu var steypt af stóli árið 1989 tók ný ríkisstjórn við sem úthlutaði öllum verkefnum þeirra til nýrra stofnanna. Securitate var síðan endanlega leyst upp 30. desember 1989 aðeins 5 dögum eftir aftöku Nicolae Ceaușescu.

Þegar Securitate var hvað stærst störfuðu um 11.000 manns þar í fullu starfi og 500.000 sem uppljóstrarar.

Aðferðir Securitate töldust vera harðar miðað við aðrar leynilögreglur. Þegar kolanámumenn fóru í verkfall í ágúst 1977 voru leiðtogar þeirra sendir í röntgenmyndatökur í þeim tilgangi að láta þá fá krabbamein. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Securitate“, Wikipedia (enska), 25. apríl 2021, sótt 27. apríl 2021