Fara í innihald

Secondigliano

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lega Secondligliano í Napólí.

Secondigliano er eitt af úthverfum Napólí.

Talið er að uppruna heitisins yfir svæðið megi rekja til þess að það hafi verið kallað secondo miglio „önnur mílan“ þar sem annar mílusteinninn á gömlu leiðinni til Capua var á svæðinu, en aðrar getgátur eru ennfremur til um heitið.

Úthverfið er eitt af yngri úthverfum Napólí byggt á áttunda og níunda áratugnum.

Svæðið á við umtalsverð félagsleg vandamál að stríða svo sem hátt atvinnuleysi, mikið skróp úr skóla, brottfall úr skóla, eiturlyf og brotastarfssemi.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.