Saumgirni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Saumgirni (eða kattargirni) er strengjaefni snúið úr þurrkuðum þörmum sláturdýra og haft m.a. í hljóðfæra- og tennisspaðastrengi og sárasaumþráð. Saumgirni er aldrei unnið úr þörmum katta, þó það sé stundum nefnt kattargirni. Orðið kattargirni er komið úr ensku, en enskan nefnir saumgirnið catgut. Talið er að það orð sé ummyndun á orðinu kitgut ("fiðlustrengur"), en kit í upphafi orðsins er skylt orðinu „citara“ eða „kitara“ sem er skylt orðinu gítar. Orðið hefur síðan með alþýðuskýringu breyst í catgut.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.