Fara í innihald

Saragossasáttmálinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Saragossasáttmálinn er friðarsamningur sem var gerður á milli Spánverja og Portúgala 22. apríl 1529. Jóhann 3. konungur Portúgals og Karl 1. Spánarkonungur skrifuðu undir sáttmálann í borginni Zaragoza.

Sáttmálinn skilgreindi yfirráðasvæði Spánverja og Portúgala í Asíu til þess að leysa Mólúkkaeyjamálið, þegar bæði konungsríkin kröfðust yfirráða á þessum eyjum, með Tordesillas-sáttmálann frá árinu 1494 til hliðsjónar. Deilurnar byrjuðu árið 1520 þegar könnunarleiðangrar beggja konungsríkjanna komu að Kyrrahafinu, þar sem engin mörk voru sett fyrir austurhvel jarðar.