Fara í innihald

Kirkja hins sanna Jesú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sanna Jesús kirkjan)

Kirkja hins sanna Jesú (真耶穌教會) er sjálfstæð kirkjudeild stofnuð í Peking í Kína árið 1917. Meðlimir kirkjunnar eru um 1,5 milljónir í öllum heimsálfum. Kirkjan er kínverskt afbrigði af Hvítasunnuhreyfingunni innan kristinnar trúar, sem kom fram á byrjun 20. aldar. Árið 1967 var Alþjóðaráð Kirkju hins sanna Jesú stofnað í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Fimm grunnkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Kirkja hins sanna Jesú byggir á fimm grunnkenningum. Þær eru eftirfarandi:

  1. Heilagur andi: "Að öðlast hinn lofaða Heilaga Anda, sem sjá má er menn tala tungum, er trygging þess að eiga sess í Himnaríki."
  2. Skírn: "Vatnaskíring er sakramenti syndaaflausna og endurfæðingu. Skírt er í lifandi vatni, svo sem á, sjó eða lind. Skírandinn, sem þegar hefur fengið skírn úr vatni og Heilögum Anda, framkvæmir skírnina í nafni Jesú Krists, og skal sá sem lætur skírast vera algerlega umlukinn vatni, með höfuð hneight og andlit fram."
  3. Altarissakramenti, til að minnast Jesú og komast nær guði.
  4. Fótaþvottur, til að nálgast Jesú og minna sig á mikilvægi ástarinnar, heilagleikans, fyrirgefningarinnar og þjónustunnar.
  5. Hvíldardagur, á laugardegi, minnast sköpunar guðs.
  6. Jesús Kristur, orðið, sem varð að hold, dó á krossinum fyrir endurlausn syndara, reis upp á þriðja degi og steig upp til himna. Hann er eini lausnari mannkynsins, skapari himnanna og jarðar og hinn eini sanni guð“.
  7. „Friðþæging er gefin af gæsku guðs með trú. Trúendur verða að vera háðir heilögum anda til að eltast eftir heilagleika, til að heiðra guð og til að elska mannkynið“.
  8. „Seinni koma drottins mun verða á efsta degi þegar hann stígur af himninum til að dæma heiminn: þau réttlátu munu öðlast eilíft líf, meðan þau illu munu verða fordæmd að eilífu“.