Sandhólapuntur
Útlit
Sandhólapuntur (fræðiheiti: Ammophila arenaria) er grastegund af sandhjálmsætt. Sandhólapunturinn er grófur og getur orðið allt að einn metri á hæð. Hann vex aðallega á sandöldum stranda á meginlandi Evrópu, en er einnig að finna víða annars staðar. Hann hefur stundum verið notaður til að binda sendinn jarðveg og er vegna ótrúlegrar útbreiðsluhæfni sinnar sumstaðar flokkaður sem plága.