Samsetning falla (tölvunarfræði)
Útlit
Samsetning falla eða samskeyting falla í tölvunarfræði nefnist samsetning undirforrita. Þetta er svipað samsetningu falla í stærðfræði þar sem skilagildi falls er notað sem inntaksgildi annars falls. Flest forritunarmál styðja fallasamsetningu og þau mál sem styðja æðri föll leyfa að skilgreina föll sem notast við fallasamsetningar.
Í forritunarmálinu Haskell er hægt að skilgreina samsett föll með fallasamsetningarvirkjanum .:
summa = foldl1 (+)
sinnum6 = (* 6)
summasinnum6 = sinnum6 . summa
sinnum6 (summa [1,2,3,4]) -- ⇒ 60
summasinnum6 [1,2,3,4] -- ⇒ 60
þar sem summasinnum6 er samsetning fallanna summa og sinnum6 og mætti lesa sem summa bolla sinnum6. Fallið foldl1 er samdráttarfall sem brettir upp á listann [1,2,3,4].