Samruni (málfræði)
Útlit
(Endurbeint frá Samruni)
Samruni (fræðiheiti: contaminatio) er það þegar tvennskonar orðalag (orðatiltæki, föst orðasambönd og einstök orð) blandast saman, einkum vegna svipaðrar merkingar. Með öðrum orðum þá slengir líku saman. Varast ber að rugla saman nykruðu máli og samruna.
Samruni er oftast ekki talinn til fyrirmyndar, enda merki um versanandi málvitund eða alltént ruglanda. Gísli Jónsson, íslenskufræðingur, sagði þó einu sinni að samrunar væru misleiðinlegir, og yrði stundum úr þessu spélegt tal. „En stundum hefur venjan helgað sumar gerðir samruna, þær sem einhvern tíma hafa verið hlægilegar“. [1] Þó er það ekki merki um að samruni sé orðið viðurkennt mál að hann þyki fyndinn.
- Dæmi:
- ?Dropinn sem fyllir mælinn
- Dropinn sem holar steininn + Kornið sem fyllir mælinn
- ?Hafa vaðið fyrir neðan nefið
- Hafa munninn fyrir neðan nefið + hafa vaðið fyrir neðan sig.
- ?Skáka einhverjum við
- Skáka einhverjum + slá einhverjum við
- ?Reka endahnútinn á eitthvað
- Reka smiðshöggið á eitthvað - binda endahnútinn á eitthvað
- ?Líta við (í merkingunni koma við einhvers staðar, ekki í merkingunni að líta um öxl)
- Líta inn + koma við
- ?Grandvaralaus
- Grandalaus + andvaralaus
- ?Snauðugur
- Snauður + auðugur
- ?Reka að feigðarósi
- Láta reka á reiðanum + fljóta sofandi að feigðarósi.