Sambandssinnaflokkurinn
Sambandssinnaflokkurinn Federalist Party | |
---|---|
Leiðtogi | Alexander Hamilton, John Jay, John Adams, Charles C. Pinckney, DeWitt Clinton, Rufus King |
Stofnár | 1789 |
Lagt niður | 1824 |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Miðstýring, klassísk íhaldsstefna, sambandshyggja, verndarstefna |
Einkennislitur | Svartur |
Sambandssinnaflokkurinn (enska: The Federalist Party) var bandarískur stjórnmálaflokkur sem var starfandi á tímabilinu 1792 – 1816. Flokkurinn var stofnaður af Alexander Hamilton, sem á fyrsta kjörtímabili George Washington sem forseti byggði upp hóp stuðningsmanna sem að mestu voru aðilar innan fjármála- og bankakerfisins, til að styðja við efnahagsstefnu sína. Sambandssinna flokkurinn lagði megin áherslu á borgaraleg gildi, þjóðernishyggju og efnahagslega trausta stjórn ríkjasambandsins.
Stefna
[breyta | breyta frumkóða]Stefna sambandssinna var að koma á fót opinberum seðlabanka, setja á tolla ásamt því að stuðla að góðum samskiptum við Breta. Leiðtogi rebúblikana-demókrata, Thomas Jefferson, fordæmdi ásamt flokki sínum stefnu Sambandssinna í meginatriðum. Sérstaklega varðandi Seðlabankann og samskiptin við Breta. En rebúblikanar töldu að með stefnu sambandssinna væri verið að svíkja hugsjónir lýðveldissinna í hendur breska heimsveldinu.
Áhrif og afdrif
[breyta | breyta frumkóða]Sambandssinnar héldu sterkri stöðu á þéttbýlli svæðum Bandaríkjanna en repúblikanar og demókratar voru sterkari í dreifðari byggðum Suðurríkjanna. Í kosningunum árið 1800 sigruðu rebúplikanar og sambandssinnar náðu aldrei aftur völdum en þeir þóttu of hallir undir yfirstéttina og áttu því erfitt með að sækja stuðning til millistéttarinnar. Að lokum þurrkaðist flokkurinn nánast út eftir stríðið við Breta 1812.
Áhrifa sambandssinna og stefnu þeirra gætir þó enn í formi styrkra stoða undir ríkisstjórnina ásamt traustum grunni fjármálakerfisins.