Sambúðarréttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sambúðarréttur er fræðasvið innan fjölskylduréttar sem tekur á þeim lagalegum álitaefnum er snúa að sambúð, frá stofnun hennar og almennt til slita hennar. Þrátt fyrir slit sambúðar hverfa ekki öll lagaleg áhrif hennar, t.a.m. stjórnsýslulegt vanhæfi milli fyrrum sambúðarmaka. Ólíkt íslenskum hjúskaparrétti er ekki til nein heildstæð íslensk löggjöf um sambúð og eru því lagaákvæðin er snúa að fræðasviðinu á víð og dreif um lagabálkinn, og ekki alltaf samræmi milli þeirra um hvað teljist til sambúðar og hvað ekki.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.