Samanburðarerfðamengjafræði
Samanburðarerfðamengjafræði byggir á þeirri staðreynd að allar lífverur á jörðinni eru af sama meiði. Skyldar tegundir eru áþekkar að byggingu og erfðamengi þeirra eru einnig mjög svipuð (t.d. er um 1-2% munur á genum manna og simpansa). Mikilvægustu hlutar lífvera eru varðveittir af náttúrulegu vali, t.d. hafa öll spendýr hryggjasúlu og taugafrumur. Á sama hátt varðveitir náttúrulegt val genin sem nauðsynleg eru til að byggja og viðhalda mikilvægum eiginleikum. Með því að bera saman erfðamengi fjarskyldra tegunda, t.d. manns og ávaxtaflugu, má finna gen sem nauðsynleg eru fyrir grundvallarferli (sem mikilvæg eru fyrir starfsemi allra fjölfruma dýra).
Markmið fræðigreinarinnar er að þróa aðferðir til að bera saman erfðamengi, skilja þróun gena og prótína, kortleggja þróun litninga, þráðhafta og litningaenda. Hún nýtist til að finna gen, stjórnraðir, mörk innraða og útraða, og mikilvæga hluta einstakra gena og aðrar raðir sem náttúrulegt val hefur varðveitt. Mikilvægt er að velja réttar tegundir til samanburðar. Náskyldar tegundir gefa vísbendingu um nýlegar breytingar, sem einkenna ákveðna tegund eða fjölskyldu, á meðan samanburður á fjarskyldari tegundum sýna hvaða gen og kerfi má kalla grunneiningar viðkomandi lífveruhóps, t.d. að nota Fugu (fisktegund í Japan) sem viðmið fyrir spendýr[1].
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Prótínmengjafræði (proteomics)
- Lyferfðamengjafræði (pharmacogenomics)
- Efnaskiptamengjafræði (metabolomics)
Lykill að erfðamengjafræði
[breyta | breyta frumkóða]- Skrifað af nemendum og kennurum í Erfðamengjafræði (LÍF524G og LÍF120F) við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, haustið 2010.