Salvör
Fallbeyging | |
Nefnifall | Salvör |
Þolfall | Salvöru |
Þágufall | Salvöru |
Eignarfall | Salvarar |
Notkun núlifandi¹ | |
Fyrsta eiginnafn | 49 |
Seinni eiginnöfn | 20 |
¹Heimild: þjóðskrá júlí 2007 | |
Listi yfir íslensk mannanöfn |
Salvör er íslenskt kvenmannsnafn. Salvör er valkyrjuheiti og merkir sú sem ver húsið eða salarkynnin. Nafnið er frægt vegna þess að aðalsögupersónan í Salka Valka eftir nóbelsskáldið Halldór Laxness heitir Salvör Valgerður. Halldór Guðmundsson sem rannsakað hefur ævi Halldórs Laxness hefur varpað fram þeirri tilgátu að nafnið Salka hafi verið valið vegna þess að vinkona Grétu Garbo hét Salka en Halldór Laxness vildi á sínum tíma að Gréta Garbo léki hlutverk Sölku Völku í kvikmynd sem gerð var um söguna.
Dreifing á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Mannanafnaskrá“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. nóvember 2006. Sótt 10. nóvember 2005.
- Þjóðskrá Íslands, nóvember 2005.