Safabóla
Útlit
Safabóla er bóla eða blaðra í umfrymi fruma. Þær gegna mismunandi hlutverkum eftir sérhæfingu viðkomandi frumna. Þær til dæmis flytja hráefni upp á yfirborð frumna til nánari úrvinnslu. Aðrar geyma framleiðslu þeirra eins og fitu, vatn og ensím auk þess sinna þær mikilvægu hlutverki við losun frumunnar á úrgangsefnum.
Í dýrafrumum eru safabólurnar margar og litlar en í plöntufrumunum eru þær stórar og fáar. Þeim mun stærri sem safabólurnar eru þeim mun stærri eru frumurnar en frumur geta þrjúhundruðfaldað stærð sína þegar safabólurnar draga mikið vatn í sig.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Hvert er hlutverk safabólu?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 6.5.2014).