Fara í innihald

Saðningaraldin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Saðningaraldin (Artocarpus heterophyllus)[1] eða jakaber (á ensku jackfruit) er ber af móberjatrjám (Moraceae).[2] Saðningaraldin er stærsti ávöxtur í heimi og getur orðið allt að 90 cm að lengd, 50 cm í þvermál og vegið allt að 55 kg.[2][3] Fullþroskað tré ber um 200 ávexti á ári, en eldra tré getur borið allt að 500 ávexti á ári.[2][4][5] Fyrstu uppskerur hvers trés innihalda oftast minni ávexti, ekki nema 10 kg ber. Ávöxturinn samanstendur af hundruðum eða jafnvel þúsundum einstakra blóma, og það eru krónublöð þeirra sem eru æt.[2][6]

Móberjatrén, sem bera saðningaraldin, vaxa best í láglendi í hitabeltinu og er tréð ræktað víða á hitabeltissvæðinu, þar á meðal á Indlandi, Bangladess, Srí Lanka og í regnskógum Filippseyja, Indónesíu, Malasíu og Ástralíu.[2][4][7][8] Talið er að ávöxturinn eigi uppruna sinn á Indlandi en hefur öldum saman verið hluti af mataræði í Suður- og Suðaustur-Asíu.[9]

Fullþroskað er aldinkjötið sætt og borðað ferskt eða í eftirréttum. Óþroskað er það mildara og oftast steikt eða notað í karrírétti. Áferð óþroskaðs saðningaraldins, þegar það er rifið niður, minnir á kjöt og er orðið vinsælt í stað tætts kjöts í matargerð á Vesturlöndum.[2][10] Í dag er saðningaraldin ræktað og selt um allan heim, frosið eða í dósum. Eins eru ýmsar vörur unnar úr ávextinum, t.d. núðlur og í tilbúnum réttum sem staðgengill fyrir kjöt. Ávöxturinn er einstaklega próteínríkur og inniheldur mikið magn kalíns og B- og C-vítamína.

  1. Artocarpus heterophyllus. Tropical Biology Association. október 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 ágúst 2012. Sótt 23 nóvember 2012.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 Morton, Julia F. (1987). Fruits of warm climates. West Lafayette, Indiana, USA: Center for New Crops & Plant Products, Purdue University Department of Horticulture and Landscape Architecture. bls. 58–64. ISBN 0-9610184-1-0. Sótt 19 apríl 2016.
  3. „Jackfruit Fruit Facts“. California Rare Fruit Growers, Inc. 1996. Sótt 3. september 2023.
  4. 4,0 4,1 Love, Ken; Paull, Robert E (júní 2011). „Jackfruit“ (PDF). College of Tropical Agriculture and Human Resources, University of Hawaii at Manoa.
  5. „Saðningaraldin gæti breytt heiminum - RÚV.is“. RÚV. 2 maí 2014. Sótt 25 nóvember 2024.
  6. Silver, Mark (maí 2014). „Here's The Scoop On Jackfruit, A Ginormous Fruit To Feed The World“. NPR. Sótt 19 apríl 2016.
  7. Boning, Charles R. (2006). Florida's Best Fruiting Plants:Native and Exotic Trees, Shrubs, and Vines. Sarasota, Florida: Pineapple Press, Inc. bls. 107.
  8. Elevitch, Craig R.; Manner, Harley I. (2006). Artocarpus heterophyllus (Jackfruit)“. Í Elevitch, Craig R. (ritstjóri). Traditional Trees of Pacific Islands: Their Culture, Environment, and Use. Permanent Agriculture Resources. bls. 112. ISBN 9780970254450.
  9. Janick, Jules; Paull, Robert E. The encyclopedia of fruit & nuts (PDF). bls. 155.
  10. „Matur fátæka mannsins slær í gegn: Saðningaraldin í stað kjöts“. www.mbl.is. Sótt 25 nóvember 2024.
  Þessi plöntugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.