Fara í innihald

Jónas Þórir - Sveitin milli sanda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 111)
Jónas Þórir - Sveitin milli sanda
Bakhlið
SG - 111
FlytjandiJónas Þórir
Gefin út1977
StefnaLeikin lög
ÚtgefandiSG - hljómplötur

Jónas Þórir - Sveitin milli sanda er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1978. Á henni leikur Jónas Þórir íslensk dægurlög. Jónas Þórir leikur á Baldwin-orgel, Baldwin syntha-sound og Yamaha flygil. Kristján Þórarinsson leikur á rafmagns- og kassagítara. Guðjón B. Hilmarsson leikur á trommur. Sigurður Árnason leikur á rafmagnsbassa í Gvendur á eyrinni. Jónas Þórir Dagbjartsson leikur á fiðlu í Stúlkan mín og Ég leitaði blárra blóma. Upptakan fór fram hjá Tóntækni h.f. síðari hluta ársins 1977. Upptöku annaðist Sigurður Árnason. Ljósmynd á framhlið: Jóhannes Long


  1. Sveitin milli sanda - Lag: Magnús Blöndal Jóhannsson
  2. Gvendur á eyrinni - Lag: Rúnar Gunnarsson
  3. Ég bið að heilsa - Lag: Ingi T. Lárusson
  4. Kontóristinn - Lag: Magnús Eiríksson
  5. Dagný - Lag: Sigfús Halldórsson
  6. Stúlkan mín - Lag: Jón Múli Árnason
  7. Losti - Lag: Jónas Þórir Þórisson
  8. Hótel Jörð - Lag: Heimir Sindrason
  9. Nú liggur vel á mér - Lag: Óðinn G. Þórarinsson Hljóðdæmi
  10. Ó, þú - Lag: Magnús Eiríksson
  11. Minning um mann - Lag: Gylfi Ægisson
  12. Ljósbrá/Kvöldljóð - Lag: Eiríkur Bjarnason/Jónas Jónasson
  13. Ég leitaði blárra blóma - Lag: Gylfi Þ. Gíslason
  14. Án þín - Lag: Jón Múli Árnason


Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Jónas Þórir Þórisson fæddist í Reykjavík 28. marz 1956. Sonur hjónanna Ingrid Kristjánsdóttur og Jónasar Þórs Dagbjartssonar. sem er landskunnur hljómlistarmaður, bæði úr danshljómsveitum fyrri ára og sem fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands

Jónas Þórir Þórisson lærði á fiðlu hjá Birni Ólafssyni, en síðar fékk píanóið yfirhöndina og að lokum rafmagnsorgelið, því aðeins þrettán ára gamall eignaðist hann fyrsta orgelið sitt. Þó lítið sem ekkert hafi borið á Jónasi Þóri í hljómsveitum þá hefur hann víða leikið og kannast líklega margir við hann frá því að hann lék í Grillinu á Hótel Sögu á árinu 1975 og síðast en ekki sízt er hann lék við miklar vinsældir að Skálafelli á Hótel Esju 1977.

Jónas Þórir Þórisson leikur dægurlög sem jazz af mikilli smekkvísi og leikur ekki vafi á að þessi fyrsta hljómplata hans, þar sem hann fer liprum höndum um 15 góðkunn íslenzk lög, verður aufúsugestur á hljómburðartækjum íslenzkra heimila næstu árin.

 
Við gerð þessarar hljómplötu hef ég notið aðstoðar fjölmargra og er ég þeim öllum þakklátur.

Orgelið. sem ég leik á er af gerðinni Baldwin Cinema Two, en það orgel á hljóðfæraverzlun Pálmars Árna. Er ég þakklátur Pálmari Árna og Auði konu hans fyrir vinsemd og aðstoð. Ég þakka vini mínum Kristjáni Þórarinssyni fyrir hans hlut við gerð plötunnar og að lokum þakka ég Poul Bernburg fyrir áralanga hvatningu og stuðning.