Fara í innihald

Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur og Rúnar - Lög Oddgeirs Kristjánssonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 016)
Sextett Ólafs Gauks
Bakhlið
SG - 016
FlytjandiOddgeir Kristjánsson
Gefin út1968
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnJón Þór Hannesson

Sextett Ólafs Gauks er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytur Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur Jakobsdóttir og Rúnar Gunnarsson fjórtán lög eftir Oddgeir Kristjánsson. Hljóðritun hljómplötunnar fór fram í upptökusal sjónvarpsins og sá Jón Þór Hannesson um hljóðritun. Myndina frá Vestmannaeyjum á framhlið plötunnar tók Oddgeir Kristjánsson. Myndina af sextett Ólafs Gauks tók Óli Páll. Setningu á bakhlið annaðist Prentsmiðja Jóns Helgasonar en um myndamót og prentun sá Kassagerð Reykjavíkur.

  1. Þar sem fyrrum - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  2. Blítt og létt - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Árni úr Eyjum
  3. Góða nótt - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Árni úr Eyjum og Ási í Bæ
  4. Ágústnótt - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Árni úr Eyjum
  5. Ég veit þú kemur - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  6. Ship-oh-hoj - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Loftur Guðmundsson
  7. Ég vildi geta sungið - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  8. Gamla gatan - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  9. Sólbrúnir vangar - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  10. Villtir strengir - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Loftur Guðmundsson Hljóðdæmi
  11. Bjartar vonir vakna - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Árni úr Eyjum
  12. Ég heyri vorið - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  13. Fyrir austan mána - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Loftur Guðmundsson
  14. Heima - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Eitt fyrsta lagið, sem ég gaf út á hljómplötumerkinu Tónika fyrir 15 árum var eftir Oddgeir. Enn liðu nokkur ár og þegar ég var fenginn til að skemmta á Þjóðhátíð Vestmannaeyja ásamt hljómsveit minni árið 1961 átti að sjálfsögðu að kynna nýtt þjóðhátíðarlag, sem Oddgeir Kristjánsson hafði verið fenginn til að gera. Það er einmitt í sambandi við Þjóðhátíð Vestmannaeyja, sem flest laga hans hafa orðið til. Eftir að ég kynntist lögum Oddgeirs betur og síðan Oddgeiri sjálfum lagði ég áherzlu á að kynna sem flest lög hans í útvarpsþáttum mínum eða að koma þeim á hljómplötur. Fyrir nokkrum árum lék hljómsveit mín inn á plötu fyrir Íslenzka Tóna fjögur lög, sem öll voru eftir Oddgeir. Því miður var þessi plata aðeins á boðstólum í nokkrar vikur en þar var m. a. lagið Ég veit þú kemur, sem mér finnst eitt fallegasta lag Oddgeirs.

Oddgeir Kristjánsson, tónskáld lézt í blóma lifsins fyrir tveimur árum. Lög Oddgeírs eru öll vönduð. Þau spanna yfir þrjátíu ár, en samt gefur það elzta hinu yngsta ekkert eftir. Sönglög samdi Oddgeir nokkur, sem því miður hafa fá heyrzt opinberlega. Oddgeir var mikill náttúrudýrkandi. Hann fór víða um Ísland og tók fagrar myndir.