Magnús Jónsson - Sönglög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 004)
Fjórtán íslenzk sönglög
Bakhlið
SG - 004
FlytjandiMagnús Jónsson, tenór
Gefin út1964
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur

Sönglög er 33-snúninga LP-hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1964. Á henni flytur Magnús Jónsson fjórtán íslensk sönglög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sáuð þið hana systur mína - Lag - texti: Páll Ísólfsson — Jónas Hallgrímsson
  2. Vögguljóð - Lag - texti: Sigurður Þóðarson — Benedikt Þ. Gröndal
  3. Augun bláu - Lag - texti: Sigurður Einarsson — Steingrímur Thorsteinsson
  4. Kvöldsöngur - Lag - texti: Markús Einarsson — NN
  5. Á Sprengisandi - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns — Grímur Thomsen
  6. Ég bið að heilsa - Lag - texti: Ingi T. Lárusson — Jónas Hallgrímsson
  7. Bikarinn - Lag - texti: Eyþór Stefánsson — Jóhann Sigurjónsson
  8. Í dag er ég ríkur - Lag - texti: Sigfús Halldórsson — Sigurður Sigurðsson Hljóðskráin "SG-004-%C3%8D_dag_er_%C3%A9g_r%C3%ADkur.ogg" fannst ekki
  9. Sofðu unga ástin mín - Lag - texti: Björgvin Guðmundsson — Jóhann Sigurjónsson
  10. Fuglinn í fjörunni - Lag - texti: Jón Þórarinsson — Íslenzk þjóðvísa
  11. Í fjarlægð - Lag - texti: Karl 0. Runólfsson — NN
  12. Þú ert - Lag - texti: Þórarinn Guðmundsson — Jakob Jóh. Smári
  13. Kirkjukvoll - Lag - texti: Árni Thorsteinsson — Guðm. Guðmundsson
  14. Sprettur - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson — Hannes Hafstein


Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Á þessari hljómplötu eru fjórtán lög eftir fjórtán höfunda, allt frá Spretti Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenzka þjóðsöngsins til lagsins Í dag er ég ríkur eftir hið yngsta þessara fjórtán tónskálda, Sigfús Halldórsson. En þarna er einnig hið fallega lag hins ástsæla tónskálds Páls Ísólfssonar Sáuð þið hana systur mína við kvæði Jónasar Hallgrímssonar, sem allir íslendingar læra í bernsku og þá hið stórbrotna lag Eyþórs Stefánssonar Bikarinn. En það er ekki fyrir hvern sem er að syngja lög, sem spanna yfir jafn stórt svið, óttann við útilegumennina á Sprengisandi, tregann í Ég bið að heilsa og kátínu Fuglsins í fjörunni. Magnús Jónsson er þessum vanda vaxinn. Hann er færasti söngvari íslenzku þjóðarinnar. Eftir langt og strangt nám, fyrst heima á Íslandi og síðan utanlands hóf hann að syngja í óperum og hefur um alllangt skeið verið fastráðinn við óperu Konunglega Leikhússins í Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur farið með hvert hlutverkið öðru vandasamara og hlotið hina beztu dóma. Magnús hefur jafnan komið heim til Íslands í orlofi sínu og þá ýmist haldið hljómleika þar sem færri hafa komist að en vildu eða sungið í útvarpið og þá jafnan haft íslenzk sönglög; með á efnisskrá sinni og gerir sennilega enginn íslenzkur söngvari hinum fallegu, íslenzku sönglögum betri skil en Magnús Jónsson. Þess vegna hljótum við að vera stoltir af þessari hljómplötu: Fjórtán íslenzk sönglög sungin af Magnúsi Jónssyni.