Söngur iðnaðarmanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Söngur iðnaðarmanna er ljóð sem þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi samdi árið 1942 í tilefni 75 ára afmælis Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík sem stofnað var 3. febrúar 1867 þá undr nafninu Handiðnaðarfélagið. Kvæðið birtist í Tímariti iðnaðarmanna sem Landsamband iðnaðarmanna í Reykjavík, 1. febrúar 1942. Karl Ottó Runólfsson tónskáld í Reykjavík samdi lag við kvæðið.

Kvæðið „Söngur iðnaðarmanna“[breyta | breyta frumkóða]

Látum iðjunnar óð
vekja íslenzka þjóð.
Það sé líf vort og lag.
Svo hún skilji að merk
og skapandi verk
boða skínandi dag.
Meðan höndin er hög
við sinn hefil og sög
ráða listanna lög.
„Söngur iðnaðarmanna“ eins og hann birtist Tímariti iðnaðarmanna 1942.
Brýnum bitlausa egg.
Hlöðum bjargfastan vegg.
Reisum rjáfur og þök.
Látum vélar og stál
þroska vinnandi sál,
efla vöðvanna tök.
Látum hamarsins högg
sýna hugsun og rögg,
vera glaðleg og glögg.
Heitum borgum og byggð
vorri blessun og tryggð.
Verum þjóðinni þörf.
Hver sem átökum ann,
hver sem erfiði vann
léttir annara störf.
En á svip vorum sést
hver vann sannast og bezt.
Þar er mannrænan mest.
Ef hin stórhuga stétt
markar stefnuna rétt,
verður samhend og sönn,
mun vor fjölmenna sveit
mæta fagnandi heit
hverri framtíðar önn.
Látum iðjunnar óð
skapa íslenzka þjóð.
Það sé líf vort og Ijóð.
(Höf. Davíð Stefánsson þjóðskáld).

Lag Karls O. Runólfssonar[breyta | breyta frumkóða]

Tónskáldið Karl Ottó Runólfsson (f. 1900) í Reykjavík samdi lag við kvæðið og eru nótur hans birtar í Tímariti iðnaðarmanna 1. febrúar 1942.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]