Són

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Són er íslenskt tímarit um óðfræði sem hóf göngu sína árið 2003 og kemur út einu sinni á ári. Í ritinu er fjallað um ljóðagerð og kveðskap í aldanna rás. Þar eru einnig birt frumsamin og þýdd ljóð. Ritið dregur nafn af kerinu Són sem var eitt þriggja íláta sem skáldamjöðurinn var varðveittur í til forna, eftir því sem segir í Snorra-Eddu.

Af Són eru komin út sextán hefti (2019).

teikning af dagblaði  Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.