Fara í innihald

Sólarkaffi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sólarkaffi er hefð sem skapast hefur á Ísafirði en einnig á öðrum stöðum. Þar sem firðir eru djúpir og fjöllin há hverfur sólin bak við fjöllin seint í nóvember og sést ekki að nýju fyrr en undir lok janúar. Þegar aftur sést til sólar er haldið kaffisamsæti, sólarkaffi, til að fagna hækkandi sól.

Bæði austan lands og á Vestfjörðum er haldið sólarkaffi. Á Ísafirði er sólarkaffi haldið 25. janúar ár hvert. Ísfirðingafélagið í Reykjavík hefur haldið skemmtun og ball á svipuðum tíma síðan 1946 undir yfirskriftinni Sólarkaffi.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Fyrstu sólargeislar kalla fram pönnnukökuilm“. RÚV.