Sóknarhyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sóknarhyggja er kenning í alþjóðasamskiptum innan raunhyggju um að ríki séu í eðli sínu árásargjörn, þar sem maðurinn hafi óseðjandi þrá eftir völdum eða drottnun og/eða orðstír eða vegsemd. Samkvæmt hugmyndum um sóknarhyggju ættu öll ríki að nýta hvert það tækifæri sem þau fá til útþenslu og landvinninga til að auka vald sitt og þar með öryggi gagnvart öðum löndum. Þar sem sóknarhyggjan leggur til að ríki þurfi ávallt að gera ráð fyrir illviljuðum ásetningi annarra ríkja, eru öll stríð fyrirbyggjandi stríð. Þar sem öll ríki séu mögulegir andstæðingar, þá sé eina leiðin til þess að ríki geti búið við öryggi, sú að útrýma hugsanlegum samkeppnisaðilum og verða heimsveldi eða í það minnsta ná svæðisbundinni forystu eða yfirburðastöðu.