Fara í innihald

Símaat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Símaat eða símahrekkur er hrekkur þar sem einstaklingur hringir í annan einstakling með það að markmiði að grínast eða atast í þeim sem hringt er í. Grínistar gera t.d. einnig símaat í fólk og símtalið síðan sýnt í sjónvarpsþætti eða í beinni útsendingu. Einnig er algengt að börn geri símaat. Misjafnt er hvað sagt er í símaati en algengt er að fólk bregði sér í ákveðin hlutverk og/eða geri grín að hlutum sem tengjast þeim sem hringt er í eða þeim sjálfum.