Síðjökultími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Síðjökultími eða Ísaldarlokin er tímabilið frá 14.000 til 10.000 árum þegar jökla var að leysa. Fyrir 14.000 árum fór að hlýna verulega og stóru ísaldarjöklarnir tóku að dragast saman og sjávarborð að hækka. Á Íslandi lá mikill jökull sem þrýsti landinu niður og sjávarborð var þá hærra. Hæst virðist sjávarborðið hafa verið fyrir um 12.000 árum. Víða má sjá ummerki um að sjávarborð hafi verið hærra sérstaklega við ár en þar eru víða malarhjallar sem koma fram í þeirri hæð sem sjávarborð var. Þessir malarhjallar eru fornir óshólmar sem ár mynduðu með framburði sínum þegar sjávarstaða var hærri. Síðjökultími er síðasti tími Pleistósen tímabilsins. Síðan tók nútíminn (Hólósen) við.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.