Sértæk átröskun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sértæk átröskun (Selective Eating Disorder, SED)[1] er tegund af átröskun sem hefur nýverið verið viðurkennd af Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM-V) en hún er einnig þekkt undir nafninu „Avoidant/Restrictive Food Intake Disorder“ (ARFID), Perservative Eating Disorder og er stundum líkt við fæðu-nýjungafælni (Food Neophobia).

Sértæk átröskun kemur í veg fyrir neylsu ákveðins matar en oftast er slík hegðun talin partur af barnæsku sem yfirleitt hverfur með árunum. Hins vegar getur það gerst að þessi hegðun þroskist ekki af börnum og getur sértæk átröskun haft áframhaldandi áhrif á líf fólks gegnum fullorðinsárin.

Þann 18. maí 2013 kom út fimmta útgáfa leiðarvísisins DSM, en þar má finna lista yfir allar geðraskanir sem hafa verið viðurkenndar. Fyrsta útgáfa DSM kom út árið 1960 en síðan þá hefur bæst töluvert við. Í DSM-IV-TR, sem kom út árið 2000, mátti finna röskun sem kölluð var „Feeding Disorder in Infancy or Early Childhood“, sem er sértæk átröskun sem á við um ungabörn og snemma í barnæsku. Þessarri röskun var síðan breytt í Avoidant/Restrictive Food Intake Disorder í DSM-V, þar sem viðurkennt var að slík átröskun finnist einnig hjá fullorðnum.

Ekki er vitað mikið um þessa röskun en í tímaritinu The British Journal of Clinical Child Psycholgy and Psychiatry er sagt að sértæk átröskun sé lítið rannsakað fyrirbæri þar sem fólk borðar afskaplega takmarkaðar fæðutegundir, ásamt því að geta ekki smakkað mat sem það hefur aldrei neytt áður. Þar stendur einnig að þessi röskun sé algeng hjá börnum og geti haldið áfram að unglingsárum, sérstaklega hjá strákum. Sértæk átröskun getur þá orsakað félagsfælni, kvíða og sálræn átök.

Taka má þó fram að allt að 20% barna undir fimm ára aldri eru matvönd og í um einum þriðja af þeim tilfellum endist það til um það bil átta ára aldurs.

Einkenni sértækrar átröskunar[breyta | breyta frumkóða]

 • Að geta ekki neytt sérstaks matar, sökum áferðar, lyktar, litar eða hitastigs.
 • Matur sem talinn er öruggur, eða safe foods getur verið takmarkaður við sérstakar fæðutegundir og jafnvel sérstök vörumerki.
 • Í sumum tilfellum útilokar fólk með sértæka átröskun heilu fæðutegundirnar, svo sem ávexti eða grænmeti, og sumir vilja aðeins fæðu sem hefur ákveðna áferð, eins og mjúka eða stökka fæðu.
 • Áköf mótmæli þegar þeim er boðin óæskileg fæða.
 • Hræðslu viðbrögð, kúgast við lykt og snertingu við ákveðinn mat.
 • Hræðsla við óhreinindi og mengun, sökum þess hvernig maturinn var útbúinn.

Orsakir[breyta | breyta frumkóða]

 • Sérstaklega næmt bragðskyn, sem orsakast af meira hlutfalli svepplaga nabba á tungu en eðlilegt þykir. Þetta er algengasta orsök sértækrar átröskunar. Þessir einstaklingar eru kallaðir „supertasters“.
 • Geta átt rætur í vandræðum með inntöku fæðu frá barnsaldri, eða vanafestu.
 • Einhverfuróf, líklega afleiðing erfiðleika hvað varðar samþættingu skynfæra.
 • Sérþarfir ýmissa fullorðinna.
 • Áráttu-þráhyggjuröskun.
 • Glúteiniðrakvilli.
 • Áfall tengt fæðu.

Afleiðingar[breyta | breyta frumkóða]

 • Vannæring
 • Tafir á þroska
 • Vandamál hvað varðar vöxt og þyngd (bæði þyngdartap eða -aukningu)
 • Félagsfælni; felst meðal annars í því að geta ekki borðað fyrir framan aðra, getur haft áhrif á nám, vinnu, sambönd innan fjölskyldu, sem og utan.
 • Skömm, vanlíðan, kvíði, einangrun.

Mögulegar meðferðir[breyta | breyta frumkóða]

 • Huglæg atferlismeðferð.
 • Að bæta hægt og rólega einhverju nýju við öruggu fæðuna.
 • Dáleiðslu / slökun, sem felur í sér að fjarlægja hræðsluna við að reyna nýjar fæðutegundir

Athugið að ekkert af ofangreindum meðferðum getur látið einstakling með sértæka átröskun líka við fæðu sem hann neytti ekki áður, heldur er reynt að fjarlægja hræðsluna sem veldur því að einstaklingur neitar að prufa nýjar fæðutegundir. Með því að fjarlægja slíka hindrun getur einstaklingur með sértæka átröskun frekar prufað nýja fæðu og í kjölfarið mögulega fundið eitthvað nýtt sem honum líkar við eða getur vanið sig á áferðir sem hann áður þoldi ekki, svo dæmi séu tekin.

Sértækri átröskun má ekki rugla saman við fæðu fælni sökum tilfinningalegra raskana (Food Avoidance Emotional Disorder)[2], þar sem börn fara að forðast fæðu sökum tilfinningalegra erfiðleika. Né heldur má rugla henni saman við lystastol, sem einkennist af lítilli neyslu matar til að léttast og tengist óánægju einstaklings við líkamsþyngd sína, og þá heldur ekki við aðrar gerðir átraskana.

Einstaklingar sem þjást af einhverskonar átröskun geta í lang flestum tilfellum ekki tekist á við hana sjálfir, ráða ekki við hana og vilja losna við hana.

Rogers Memorial spítalinn í Milwaukee, Winsconsin, sem og Monell Chemical Senses Center í Philadelphiu, Pennsylvaniu vinna nú við rannsóknir á sértækri átröskun.

Sálfræðingurinn Felix Economakis[3], staðsettur í London, Bretlandi, hefur þróað aðferð til að meðhöndla sértæka átröskun, og er hann sérfræðingur á þessu sviði. Hann hefur meðhöndlað hundruði einstaklinga með sértæka átröskun og náð ótrúlegum árangri.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. What is SED?Selective Eating Disorder
 2. Anorexia nervosa and food avoidance emotional disorder
 3. Felix Economakis