Sérstöðuhyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sérstöðuhyggja er sú skoðun að tiltekin lífvera, land, samfélag, stofnun, hreyfing, tímabil, eða einstaklingur, sé sérstæð (einstök eða óvenjuleg). Oftast felur þessi skoðun í sér hugmynd um yfirburði á einhverjum sviðum. Sérstöðuhyggja er einkum tengd við þjóðernishyggju Johann Gottfried Herder og Johann Gottlieb Fichte sem boðuðu að þjóðir þróuðu með sér sérstæða menningu, hefðir og tungumál, sem mynduðu þjóðarsál, en sérstöðuhugmyndir hafa komið fram á mörgum tímum og í ýmsu samhengi sem ekkert hefur með þjóðir að gera. Dæmi um guðs útvalda þjóð með vísun í tiltekna trúarhópa eru fjölmörg, og í sagnfræði eru dæmi um að tiltekin samfélög hafi verið talin sérstæð í sögunni, eins og til dæmis Grikkland hið forna, Rómaveldi eða Flórens á tímum endurreisnarinnar. Bandarísk sérstöðuhyggja og norræn sérstöðuhyggja eru dæmi um hugmyndir af þessu tagi með ólíkar birtingarmyndir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.