Sæfjall
Útlit
Sæfjall (seamount) er neðansjávarfjall, það rís af sjávarbotni en nær ekki sjávarmáli. Sæfjöll eru oftast mynduð af eldvirkni og eru því virk eða útkulnuð eldfjöll. Hæð þeirra getur verið frá nokkur hundruð metrum og í 4000 m eða meira. Lögun þeirra og stærð er breytileg frá einu fjalli til annars og tindar þeirra geta verið á miklu dýpi. Sæfjöll hafa mest verið athuguð í Kyrrahafi en þau finnast í öllum heimshöfunum. Í Norðuratlantshafi eru þau algeng en lítt rannsökuð. Nokkur þeirra hafa þó hlotið nöfn, svo sem Maríetta og Franklín sunnan Íslands.