Sáleðlisfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sálareðlisfræði fæst við að rannsaka sambandið milli áreitis og skynjunar með vísindalegum aðferðum.

Í kringum árið 1860 hóf maður að nafni Gustav Theodor Fechner fyrstur manna rannsóknir á sálfræðilegum efnum með vísindalegum aðferðum og er hann því oft nefndur faðir sáleðlisfræðinnar. Annar sem lagði líka grunninn var Ernst Heinrich Weber, en hann reið á vaðið í sáleðlisfræðilegum mælingum.

Fechner rannsakaði sambandið á milli áreitis og skynjunar. Hann var fjöllærður maður og hélt því fram að allir hlutir væru gæddir einhvers konar sál. Hann setti fyrir sig það verkefni að kanna tengsl milli styrks áreita annars vegar og styrks skynjunar hinsvegar. Þessa fræðigrein sína nefndi hann svo sáleðlisfræði og það nafn hefur haldist fram til dagsins í dag.

Sáleðlisfræði er líka nefnd skynfræði vegna þess að hún fjallar aðallega um skynnæmi.

  Þessi sálfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.