Fara í innihald

Skriðdýrin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rugrats)

Skriðdýrin (enska: Rugrats) er bandarísk teiknimyndaröð sem Arlene Klasky, Gábor Csupó og Paul Germain gerðu fyrir Nickleodeon. Þættirnir snúast um hóp barna og líf þeirra þar sem hversdagslegir atburðir verða að ævintýrum. Fyrsti þátturinn fór í loftið 11. ágúst 1991. Þættirnir voru sýndir til 1994. Árið 1997 hófu þættirnir göngu sína á ný. Síðasti þátturinn í þeirri röð var sýndur árið 2004. Árið 1998 kom út kvikmynd um skriðdýrin og árið 2000 kom myndin Skriðdýrin í París út. Skriðdýrin voru lengsta teiknimyndaþáttaröð Nickleodeon um árabil, eða þar til 173. þátturinn í þáttaröðinni Svampur Sveinsson var sýndur árið 2012.

  • Kiddi (Chuckie)
  • Andrésína (Angelica)
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.