Fara í innihald

Rube Goldberg vél

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Professor Butts and the Self-Operating Napkin (1931). Skopmynd af vél sem hönnuð er til að þurrka andlit með servíettu meðan maður borðar súpu. Þegar maðurinn ber súpuskeið upp að munni þá togar það í spotta og það virkjar ausu sem hentir upp kexköku. Páfagaukur hoppar upp af priki sínu til að ná í kexkökkuna og það veldur því að prikið sem hann situr á hallast og fræ detta niður í fötu. Það togar svo í spotta sem opnar og kveikir á kveikjara sem er tengdur í flugeld sem þá skýst upp í loft. Aftan í flugeldinn er fest sigð sem sker þá í sundur spotta sem fest er við pendúl sem tengdur er klukku. Við pendúlinn er föst munnþurrka. Þegar spottinn er skorinn sundur þá sveiflast pendúllinn fram og til baka og munnþurrka þurrkar manninum í framan. .

Rube Goldberg vél er útbúnaður þar sem keðjuverkun er notuð til að framkvæma einfalt verk og þannig að einfalt verk er framkvæmt á mjög flókinn hátt. Slík vél er kennd við bandaríska skopmyndateiknarann Rube Goldberg sem teiknaði margar myndir af slíkum vélum. Hann var verkfræðingur sem eftir nám vann við að teikna upp holræsakerfi og vatnsbrunna í San Francisco en gerðist seinna skopmyndateiknari dagblaða. Hann nýtti verkfræðibakgrunn sinn til að teikna skopmyndir af uppfinningum þar sem einfaldur hlutur var framkvæmdur í mörgum þrepum. Þessar myndir urðu vinsælar og þekktar og árið 1931 var lýsingarorðinu Rube Goldberg bætt við Merriam-Webster orðasafnið með merkinguna að gera á flókinn hátt það sem virðist hægt að gera á einfaldan hátt.