Fara í innihald

Round robin kerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Round robin er keppnisfyrirkomulag í íþróttum sem felur það í sér að öll lið mætast (annaðhvort einu sinni eða tvisvar sinnum) og veitt eru stig fyrir sigur eða jafntefli. Í knattspyrnu eru veitt þrjú stig fyrir sigur, ekkert fyrir tap en ef leikur endar jafntefli fá bæði lið eitt stig. Í handbolta fær lið fyrir sigur en ef leikurinn endar jafntefli fá bæði lið eitt stig. Þetta fyrirkomulag er við lýði í öllum deildarkeppnum en þar mætast lið tvisvar yfir leiktíðina (einu sinni á hvorum heimavelli). Þegar ljóst er að ekkert lið getur náð toppliðinu að stigum er það lið búið að vinna deildina[1].

  1. „What is a round robin?“. WhatIs (enska). Sótt 11. október 2024.