Roosh V

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Daryush Valizadeh (Einnig þekktur sem Roosh Valizadeh, Roosh V og Roosh Vorek (f. 14 júní 1979) er bandarískur rithöfundur en menntaður lífefnafræðingur. Hann hefur verið umdeildur fyrir skoðanir sínar sem hann kallar neomaskulinistum sem er að hanns sögn andstæðan við femínisma. Þeirri hugmyndastefnu heldur hann uppi á heimasíðu sinni sem kallast Return of the kings. Á síðunni er konum og samkynhneigðum körlum bannað að gera athugasemdir. Roosh hefur skrifað um 15 bækur sem hann ætlar að vera leiðarvísir fyrir karlmenn, hvernig komast eigi yfir konur. Hann dvaldi í tvo mánuði á Íslandi árið 2011 og rannsakaði hvernig auðveldast væri að komast í rúmið með íslenskum konum, meðal annars með því að fylgjast með íslenskum karlmönnum. Hann skrifaði bók sem heitir Bang Iceland, aðrar bækur eftir hann heita sama nafni en kenndar við önnur lönd sem hann hefur heimsótt.

Hann ferðast um heiminn og boðar hugmyndir sínar. Hann hefur skrifað fjöldann allan af greinum þar sem hann heldur uppi svipuðum ráðleggingum og boðskap hugmyndafræði sinnar.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Roosh heitir réttu nafni Daryush Valizadeh og fæddist í Washington í Bandaríkjunum. Hann ólst upp ásamt systur hjá móður sinni eftir að foreldrar hans skildu, í Montomery sýslu í Maryland. Foreldrar hans eru innflytjendur frá Armeníu og Íran. Roosh er menntaður örverufræðingur frá háskólanum í Maryland og starfaði sem slíkur hjá lyfjafyrirtæki í Maryland frá árinu 2004-2007. Á háskólaárunum heillaðist hann af heimi internetsins og hélt uppi bloggsíðu. Hann hafði hins vegar ekki mikla trú á sjálfum sér er kom að kvennamálum. Hann viðaði að sér heilmiklum upplýsingum á internetinu um hvernig best væri að heilla konur upp úr skónum og setti sér þau markmið að geta sofið hjá hvaða konu sem er. Samfara því stofnaði Rosh nýja bloggsíðu þar sem hann deildi heilræðum og sögum af sjálfum sér í þeim rannsóknum. Eftir að hann útskrifaðist og hóf störf sem örverufræðingur opnaði hann nýja bloggsíðu, DC Bacherlor þar sem hann deildi fleiri sögum og stefnumótaráðum. Árið 2007 hætti Roosh störfum sem örverufræðingur og gaf út sína fyrstu bók: Bang. Síðan þá hefur hann lifað af skrifum sínum og bloggsíðum. Í kjölfarið á fyrstu Bang bók sinni gaf Rosh út 14 bækur til viðbótar og stofnaði nýja síðu RooshV.com sem en er virk í dag[1]

Í mars 2015 skrifaði Roosh grein um hvernig koma megi í veg fyrir nauðganir (e. how to stop rapes). Þar hélt Roosh því fram að með því að lögleiða nauðganir á einkaeign megi fækka tíðni nauðgana. Að með því að lögleiða þær myndu konur gæta betur að sjálfum sér[2] Á blaðamannafundi sem Roosh hélt í Washington DC 4.febrúar 2016 segist hann ekki fylgjandi nauðgunum að greinin hafi verið skrifuð í kaldhæðni og ætti ekki að vera tekin alvarlega[3].

Í dag dvelur Roosh aðalega í Pólandi, Úkraínu og Rússlandi og lifir af skrifum sínum. Nýjasta síða Roosh er Return of Kings sem boðar neomasculískar hugmyndir hans.

Neomasculinisti[breyta | breyta frumkóða]

Hugmyndafræði neomasculinista var fundin upp af Roosh í mars 2015. Í þeim tilgangi að sporna við femíniskum gildum um hvernig karlmaðurinn á að vera. Sem mótsvar þriðju bylgju femínískrar baráttu og þróunar sem átti sér stað á 10 áratug síðustu aldar og heilaþvoði menn til að samþykkja vestræna úrkynjun. Hugmyndafræðinni er ætlað að gefa karlmönnum þau tól og tæki til að lifa því lífi sem þeim er líffræðilega ætlað en um leið að færa þá nær kvenlegum konum[4] Meðal þeirra atriða sem Roosh segist trúa er sú staðreynd að menn og konur eru erfðafræðilega ólík. Hann aðhyllist hina gömlu fjölskyldueiningu og finnst að sósíalisti og femínisti hafi meðal annars hafa gengið of nærri þeirri einingu og dregið úr frjósemi kvenna. Hann segir testósteron líffræðilega ástæða karlmennsku og gildi kvenna ganga út á frjósemi og fegurð[5]

Roosh á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

í Janúar 2016 bárust þær fréttir til Íslands að Roosh hefði boðað til fundar skoðanabræðra sinna við Hallgrímskirkju. Roosh talaði um fundinn í anda leynilegra aðgerða og benti fylgjendum sínum á að spyrja eftir gæludýrabúð til að fá frekari leiðbeiningar hvert halda skyldi á fundinn. Sambærilega fundi hafði Roosh einnig boðað í um 164 stöðum í heiminum í um 43 löndum. Allir fundirnir áttu að fara fram sama dag og á sama tíma, þann 6.febrúar kl 20:00. Markmið þessa funda var að koma á reglulegum viðburðum fylgjenda hans að hittast og ræða málin. Vegna mikillar andstöðu hætti Roosh við fundina þar sem hann sagðist ekki geta tryggt öryggi skoðanabræðra sinna sem vildu mæta á fundinn[6]

Gagnrýni[breyta | breyta frumkóða]

Roosh lýsir bókum sínum sem leiðarbókum fyrir unga menn að verða meira kynferðislega aðlaðandi, hann segist miðla af reynslu sinni. Í bókunum eru grófar lýsingar á kynferðislegum athöfnum hans með konum. Hann lýsir á mjög ítarlegan hátt hvernig hann kemst yfir konur. Meðal annars lýsir hann hvernig hann hann þröngvar sér inní konu sem hefur þó neitað honum. Margar af lýsingum Roosh hafa verið taldar hvetja til ofbeldis gegn konum, lýsingarnar þykja lýsa nauðgunum. Í kjölfar greinar sem Roosh skrifaði um hvernig ætti að stöðva nauðgun hefur hann verið harðlega gagnrýndur og lýst sem nauðgunarsinna af femínistahreyfingum út um heim allan. Sjálfur segist hann hafa haft grófar lýsingar í bókunum til að sýnast karlmannlegri og græða meiri peninga á sölu bókana og sé ekki fylgjandi nauðgunum[7].

Roosh hefur verið harðlega gagnrýndur um heiminn. Áströlsk stjórnvöld hafa meinað honum inngöngu í landið. Talsverðar mótmælaaðgerðir og undirskriftalistar gegn honum áttu sér stað í Kanada þar sem hann hafði boðað til fundar. Hér á Íslandi tóku þær Sigrún Bragadóttir og Brynhildur Yrsa Sigurðardóttir sig saman og stofnuðu viðburð á Facebook til að mynda samstöðu gegn honum með því að boða einnig komu sína við Hallgrímskirkju þann 6.febrúar kl 20:00 í móttmælaskyni við fundi Roosh. Vegna mikillar andstöðu hætti Roosh við fundina þar sem hann sagðist ekki geta tryggt öryggi skoðanabræðra sinna sem vildu mæta á fundinn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Wordpress. (16. march 2016). The True Story Of Daryush “Roosh” Valizadeh. Sótt frá www.daryushvalizadeh.com: http://www.daryushvalizadeh.com/
  2. Valizadeh, D. (febrúar 2015). How To Stop Rape. Sótt frá http://www.rooshv.com/: http://www.rooshv.com/how-to-stop-rape.
  3. Youtube.com. (2016). Roosh Press Conference - Washington DC - February 6, 2016. Sótt frá www.youtube.com: https://www.youtube.com/watch?v=CD6ajfna7tE
  4. Valizadeh, D. (maí 2015). What is neomasculinity. Sótt frá http://www.rooshv.com: http://www.rooshv.com/what-is-neomasculinity
  5. Valizadeh, D. (2006-2016). About Roosh V. Sótt frá http://www.rooshv.com: http://www.rooshv.com/bio
  6. Valizadeh, D. (janúar 2016). Full City Listing And Meeting Points For International Meetup Day On February 6, 2016. Sótt frá http://www.returnofkings.com: http://www.returnofkings.com/78021/full-city-listing-and-meeting-points-for-international-meetup-day
  7. Youtube.com. (2016). Roosh Press Conference - Washington DC - February 6, 2016. Sótt frá www.youtube.com: https://www.youtube.com/watch?v=CD6ajfna7tE

Heimild[breyta | breyta frumkóða]