Fara í innihald

Rondey Robinson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rondey Robinson
Upplýsingar
Fæðingardagur 14. maí 1967 (1967-05-14) (57 ára)
Fæðingarstaður    Chicago, Bandaríkin
Hæð 201cm
Leikstaða Miðherji
Háskólaferill
?–1987
1987–1989
Compton Community College
Wright State
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1990–1996 Njarðvík

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 25. september 2017.

Rondey Robinson (f. 14. maí 1967) er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður. Hann lék sex tímabil í Úrvalsdeild karla með Njarðvík, þar sem hann varð þrívegis Íslandsmeistari.[1][2][3][4]

Rondey lék körfuknattleik með liði Wright State sem þjálfað var af Ralph Underhill.[5] Hann missti af lokaári sínu í skólanum vegna hnémeiðsla sem þörfnuðust skurðaðgerðar.[1][6]

Rondey samdi við Njarðvík sumarið 1990 um að verða spilandi þjálfari fyrir liðið. Fljótlega eftir að hann kom til Njarðvíkur var þó ákveðið að Friðrik Ingi Rúnarsson tæki við sem þjálfari og að Rondey einbeitti sér að spilun. Eftir erfiða byrjun þá féll Rondey betur inn í liðið eftir því sem á leið tímabilið. Undir lokin fögnuðu Njarðvíkingar Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Keflavík í oddaleik. Í oddaleiknum skoraði Rondey 17 stig og tók 23 fráköst.[7]

Í úrslitakeppninni 1994 tryggði Rondey Njarðvíkinum Íslandsmeistaratitilinn með því að skora úr einu af tveimur vítum þegar 1,4 sekúndur voru eftir af oddaleik þeirra á móti Grindavík en lokatölur leiksins urðu 68-67.[8][9] Eftir tímablið var hann útnefndur besti erlendi leikmaður Úrvalsdeildar karla.[10]

Rondey lagði skóna á hilluna eftir tap Njarðvíkur á móti Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar 1996.[11][12]

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Rondey ólst upp í Chicago með fimm bræðrum og tveimur systrum.[1]

Titlar og viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]
  • 3x Íslandsmeistari (1991, 1994, 1995)
  • Bikarkeppni karla (1992)
  • Meistarakeppni karla (1995)
  • 2x Besti erlendi leikmaður Úrvalsdeildar karla (1992, 1994)
  • Frákastahæsti leikmaður Úrvalsdeildar karla (1991)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 „Rondey Robinson í Visa sport“. Youtube.com. 1996. Sótt 2. september 2017.
  2. Kárason, Ægir Már (11. apríl 1995). „Ég á orðið fleiri vini hér en í Bandaríkjunum“. Dagblaðið Vísir. Sótt 2. september 2017.
  3. Ólafsson, Frímann (11. apríl 1995). „Rondey líklega áfram“. Morgunblaðið. Sótt 2. september 2017.
  4. „Eðlislægt að leggja mig alltaf eins vel fram og ég get“. Morgunblaðið. 12. apríl 1995. Sótt 2. september 2017.
  5. Archdeacon, Tom (9. september 2011). „Ex-WSU basketball coach Underhill passes away“. Springfield News-Sun. Sótt 2. september 2017.
  6. „Þarf að sanna mig“. Morgunblaðið. 23. nóvember 1993. bls. B2. Sótt 19. september 2017.
  7. „„Litli bróðir" var of stórfyrir Keflvíkinga“. Morgunblaðið. 12. apríl 1991. Sótt 25. september 2017.
  8. „Taugar Njarðvíkinga sterkari“. Morgunblaðið. 18. apríl 1994. bls. 6, 7. Sótt 19. september 2017.
  9. „Áttundi titill Njarðvíkinga“. Dagblaðið Vísir. 18. apríl 1994. bls. 22, 23. Sótt 19. september 2017.
  10. „Guðmundur sá besti“. Dagblaðið Vísir. 23. apríl 1994. bls. 38. Sótt 19. september 2017.
  11. „„Ég á eftir að sakna fólksins". Dagblaðið Vísir. 26. mars 1996. Sótt 19. september 2017.
  12. „Rondey kvaddur!“. Víkurfréttir. 2. apríl 1996. Sótt 19. september 2017.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.