Rondó (útvarpsstöð)
Útlit
(Endurbeint frá Rondó)
Rondó er útvarpstöð sem Ríkisútvarpið sendir stafrænt út á höfuðborgarsvæðinu, einnig er hún send út í gegnum netið frá heimasíðu RúV. Útvarpstöðin sendir aðeins út klassíska tónlist og djass.
Frá og með desember 2020 var FM útsendingum á Rondó hætt en enn er hægt að hlusta í öppum RÚV, á www.ruv.is, á www.spilarinn.is, í appi Bylgjunnar, á sjónvarpsdreifileiðum Símans og Vodafone, í netútvörpum og í snjallhátölurum.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Slökkt á útsendingum Rondó á FM í Reykjavík“. RÚV. 14. desember 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. janúar 2021. Sótt 16. mars 2021.