Ron Gilbert
Útlit
Ron Gilbert er bandarískur tölvuleikjahönnuður sem er þekktastur fyrir ævintýraleiki sem hann hannaði fyrir bandaríska tölvuleikjaframleiðandann LucasArts (sem þá hét Lucasfilm Games). Á meðal þeirra leikja sem Gilbert er þekktur fyrir eru Maniac Mansion og Monkey Island-leikirnir. Gilbert er einnig þekktur fyrir fyrir SCUMM forritunarmálið en það var notað í fjölda leikja sem hannaðir voru hjá LucasArts, þar á meðal Day of the Tentacle, Sam & Max Hit the Road og Indiana Jones and the Fate of Atlantis.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Grumpy Gamer Blogg Ron Gilberts
Þetta æviágrip sem tengist tölvuleikjum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.