Holtasóley

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rjúpnalauf)
Holtasóley
Holtasóley í blóma
Holtasóley í blóma
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Holtasóleyjar (Dryas)
Tegund:
D. octopetala

Tvínefni
Dryas octopetala
L.

Holtasóley (fræðiheiti: Dryas octopetala) er jurt af rósarætt sem vex á fjöllum og heimskautasvæðum.

Blöðin kallast rjúpnalauf

Blöðin kallast rjúpnalauf. Þau eru skinnkennd, sígræn og gláandi, dökkgræn að ofan en silfurhvít og gláandi að neðan. Stönglar eru trékenndir. Holtasóley myndar breiður eða flatar þúfur. Blómin eru hvít með átta stórum krónublöðum.

Hárbrúða

Þegar aldin þroskast verður stíll frævunnar að fjaðurhærðum hala. Frævurnar setja svip á jurtina við aldinþroskun og er hún þá nefnd hárbrúða. Holtasóley er mjög harðgerð jurt sem er algeng í mólendi og á heiðum og vex upp í 1000 m.y.s.

Holtasóley er ein of einkennisjurtum á norðurslóðum. Íslendingar völdu holtasóley sem þjóðarblóm í atkvæðagreiðslu 2004. Holtasóley er einnig þjóðarblóm Sama.

Samlífi[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi vex sveppurinn grasmúrgróungur (Pleospora herbarum) á dauðum vefjum ýmissa plöntutegunda,[1] meðal annars á holtasóley.[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Mountain Avens“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. mars 2006.
  • „Leitin að þjóðarblóminu“. Sótt 6. mars 2006.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  2. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.