Fara í innihald

Risa ferskvatnsrækja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Risa ferskvatnsrækja[breyta | breyta frumkóða]

Risa ferskvatnsrækja
Risa ferskvatnsrækja
Risa ferskvatnsrækja
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Veldi: Eukaryota
Ríki: Animalia
Fylking: Malacostraca
Flokkur: Decapoda
Ætt: Palaemonidae
Ættkvísl: Macrobrachium
Tegund:
M. rosenbergii

Tvínefni
Macrobrachium rosenbergii

Risa ferskvatnsrækjan (Macrobrachium rosenbergii) er hryggleysingjategund sem er vinsæl í fiskeldi og veiðum um allan heim. Kvenkyns risa ferskvatnsrækja verpir um 10.000-50.000 eggjum, fimm sinnum á ári. Þessi tegund á uppruna sinn í Asíu, í kringum Indlands- og Kyrrahaf og er meðal stærstu ferskvatnsrækjum í heiminum. Þrátt fyrir að vera ferskvatnsrækja þá þarfnast hún sjóblandað vatn til þess að ná að þroskast úr lirfustigi og þegar hún er orðin að smárækju lifir þessi tegund eingöngu í ferskvatni. Það sem einkennir þessa tegund eru klærnar sem eru mjög langar og eru oft meira en tvöfalt stærri en líkaminn sjálfur. Þegar rækjan er að þroskast úr smárækju í fullvaxna rækju fer hún úr því að vera appelsínugul og verður blá.

Útbreiðsla og ræktun

Risa ferskvatnsrækjan finnst villt víða um Indland, Suðaustur Asíu og Norður Ástralíu. Eftir að eftirspurn á þessari tegund jókst þá hefur henni verið kynnt fyrir öðrum svæðum eins og Afríku, Taíland, Kína, Japan, Ameríku o.s.frv. Það hefur hjálpað mikið til með þróun á ræktun hennar í eldi. Ræktun hennar er orðin útbreidd og hefur lagt verulega af mörkum til fiskeldisiðnaðarins. Aðlögunarhæfni þessarar rækjutegundar að fjölbreyttu umhverfi og ör vöxtur hennar gerir hana að ábatasaman kost fyrir fiskeldisfræðinga. Hnattræn eftirspurn eftir risarækjum í matvælaiðnaði eykur enn frekar efnahagslegt mikilvægi þess.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan þá eru nokkur lykilatriði þegar kemur að ræktun. Fyrst þarf að afla sér stofn út tjörnum eða með veiðum, viðhalda jafnvægi í kynjahlutfalli til að hámarka ytri frjóvgun. Þegar ytri frjóvgun hefur tekist þá ber kvenkyns rækjan eggin utan á sér og þær fjarlægðar vandlega af rækjunum og settar í sér útbúna tanka þar sem myndbreyting í 11 skrefum á sér stað og tekur 16-35 daga. Eftir það ferli þá eru rækjurnar látnar í tanka sem eru sérstaklega fóðraðir til þess að halda ungviðunum öruggum og með næga fæðu til þess að stækka sem mest eins fljótt og hægt er. Eftir það ferli fara þau í stærri tjarnir til þess að stækka enn fremur. Þaðan eru þær veiddar og seldar ferskar, á ís eða alveg frosnar við -20°C.

Markaðir og líkamleg einkenni

Grillað risastórar ferskvatnsrækjur í taílenskri matargerð, hver (heill) rækjur vegur um 500 grömm

Rækjur eru almennt stöðugar í eftirspurn víða um heiminn þegar kemur að matreiðslu heima fyrir, á veitingastöðum og er oft flokkað undir sem gæðamatur. Risa ferskvatnsrækjan er mjög vinsæl í matreiðsluheiminum þar sem hún er svo stór og kjötmikil. Meðalstærð er um 30 cm að lengd og getur orðið allt að 45 cm eða lengri í sumum tilfellum. Venjulega er fullvaxin risarækja um 500 gr. sem er mikið fyrir rækju. Líkaminn samanstendur af 6 liðum, ofan á þriðja halalið er lítill hryggur. Þegar rækjan er á botni gengur hún á aftara fótapörunum en þegar hún syndir slær hún halanum og skýst aftur á bak. Hægt er að aðgreina kvenkyns rækju þar sem þær eru með stærri maga, styttri aftari fótapör og er yfirleitt minni en karlkyns rækjan.

Þrjár mismunandi tegundir karla eru til. Fyrsta stigið er kallað "lítill karl" (small male, táknað með: SM); á þessu yngsta stigi hefur hann stuttar, næstum gegnsæjar klær. Ef allt gengur eins og það á að gera, þá vex smákarlinn og fær appelsínugular klær (orange claw, táknað með: OC), sem geta verið 0,8 til 1,4 sinnum stærri en líkamslengd þeirra. OC-karlar umbreytast síðan í þriðja og síðasta stigið þar sem þeir fá bláar klær (blue claws, táknað með: BC). Þegar þeir fá bláar klær, geta þær orðið tvisvar sinnum lengri en líkamslengd þeirra.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

del Mundo, C. M.Computer generated species distribution map. https://www.aquamaps.org/receive.php?type_of_map=regular&map=cached FAO. (2021). Fishery and Aquaculture Statistics. [Global capture production 1950-2019] (FishStatJ). http://www.fao.org/fishery/statistics/software/FishStatJ/en

FAO.(2009) - macrobrachium rosenbergii. https://www.fao.org/fishery/docs/CDrom/aquaculture/I1129m/file/en/en_giantriverprawn.htm


Proceedings of the world scientific conference on the biology and culture of shrimps and prawns/actes de la conference scientifique mondiale sur la biologie et l'elevage des crevettes/actas de la conferencia cientifica mundial sobre biologia y cultivo de camarones y gambas. https://www.fao.org/3/AC741T/AC741T01.htm


S.W. LING.Proceedings of the world scientific conference on the biology and culture of shrimps and prawns/actes de la conference scientifique mondiale sur la biologie et l'elevage des crevettes/actas de la conferencia cientifica mundial sobre biologia y cultivo de camarones y gambas. https://www.fao.org/3/AC741T/AC741T01.htm


Thumbnails summary. https://www.sealifebase.ca/photos/ThumbnailsSummary.php?Genus=Macrobrachium&Species=rosenbergii


Wikipedia. (2024). Macrobrachium rosenbergii.   https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Macrobrachium_rosenbergii&oldid=1209023380

  1. De Grave, S.; Shy, J.; Wowor, D.; Page, T. (2013). Macrobrachium rosenbergii. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013: e.T197873A2503520. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T197873A2503520.en. Sótt 19. nóvember 2021.