Rip van Winkle
Útlit
Rip van Winkle er sögupersóna í samnefndri smásögu eftir Washington Irving. Í sögunni fer hann upp í Catskills-fjöll þar sem hann hittir dularfulla Hollendinga, drekkur úr flösku þeirra og sofnar. Hann vaknar aftur 20 árum síðar og hefur misst af Frelsisstríði Bandaríkjanna. Sagan byggir á þýskri þjóðsögu, Peter Klaus. Hún kom út sem hluti af sagnasafninu The Sketch Book of Geoffrey Crayon, Gent. 1819-20.