Fara í innihald

Reykjavík Radíó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjavík Radíó, Reykjavíkurradíó eða Loftskeytastöð Reykjavíkur var loftskeytastöð til almenningsnota. Hún var opnuð 17. júní 1918. Loftskeytastöðin í Reykjavík átti upphaflega að vera til vara fyrir sæsímann ef sæsímastrengurinn slitnaði en skipaþjónusta varð aðalhlutverk hennar. Stöðin var í fyrstu aðeins opin hluta úr sólarhring og var einn starfmaður Friðbjörn Aðalsteinsson. Árið 1919 er Íslandi úthlutað kennistöfunum TF (eitt langt, tvö stutt, eitt langt og eitt stutt) á Morse-kóða. Kallmerki stöðvarinnar var í fyrstu OXR en fékk síðan heitið TFA. Loftskeytastöðvar voru settar upp á fleiri stöðum en árið 1999 hættu íslensku loftskeytastöðvarnar að nota Morse-kóða og árið 2005 var seinustu loftskeytastöð utan Reykjavíkur lokað og öllum loftskeytastöðvum fjarstýrt frá Reykjavík.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.