Reykjanes í Ísafjarðardjúpi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjanes í Ísafjarðardjúpi er fyrrum skólasetur. Þar er mikill jarðhiti og eru öll húsakynni hituð upp með hveravatni. Þar er útisundlaug sem er 50 x 12,5 m. Hún er hituð upp með sjálfrennandi heitu vatni. Reykjanes er um 0,5 km frá þjóðveginum. Þar er bæði flugvöllur og bryggja.

Árin 1933-1938 var þýskur maður Ernst Fresenius við garðyrkjustörf í Reykjanesi. Hann kom þar upp vermihúsi sem notaði jarðhita og ræktaði þar blóm og tómata en einnig ýmsar matjurtir utandyra.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Firðir og fólk 1900-1999, Vestur Ísafjarðarsýsla, Búnaðarsamband Vestfjarða 1999
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.