Reykelsi
Jump to navigation
Jump to search
Reykelsi er lífrænt efni sem gefur frá sér ilmandi reyk þegar það brennur. Reykelsi er úr ilmríkum plöntuefnum sem oft eru blönduð ilmolíum. Reykelsi er notað í ýmsum tilgangi, meðal annars í trúarathöfnum, til að losna við vonda lykt, hrekja burt skordýr, í ilmmeðferðum, við hugleiðslu eða bara til skemmtunar.