Fara í innihald

Rauntímaherkænskuleikur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjámynd úr Warzone 2100 er dæmi um rauntímaherkænskuleik.
Skjámynd úr RTS leiknum Cossacks - European wars

Rauntímaherkænskuleikur (enska: real time strategy eða RTS) er tegund af herkænskuleikjum fyrir tölvur sem er þannig að leikframvinda ræðst ekki af því að spilarar spila til skiptis. Brett Sperry bjó til hugtakið RTS þegar leikurinn Dune II var settur á markað. Eins og í öðrum herleikjum þá staðsetja spilarar í RTS leikeiningar og leikvirki sem þeir ráða yfir til að verja svæði eða til að eyðileggja leikmuni andstæðings. Í venjulegum rauntímaherkænskuleik er mögulegt að búa til fleiri einingar og virki á meðan á leiknum stendur. Það er vanalega takmarkað af því hversu miklu spilari hefur safnað af auðlegð leiksins.

Umhverfi rauntímaherkænskuleikja er þannig að það er að hluta hulið og spilarar verða að taka ákvarðanir undir óvissu, þeir hafa ekki yfirsýn yfir umhverfið og vita ekki hvernig her mótherja er samsettur. Þeir nota reynslu sína og þekkingu til að meta líkur á ákveðinni samsetningu og spá fyrir um eftir hvaða leikkerfi andstæðingar spila.

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikipedia
Wikipedia