Raungengi
Útlit
Raungengi er hugtak í hagfræði þegar búið er að leiðrétta gengið fyrir verðlagsbreytingu í löndum gjaldmiðlanna, þ.e.a.s. raungengi á mælikvarða verðlags eins og sagt er. Þegar verðlag hækkar til dæmis um 10% í einu landi umfram hækkun í öðru ætti myntin að veikjast um 10% til þess að raungengið standi í stað. Kenningin er sú að raungengi eigi að haldast nokkuð stöðugt til lengri tíma litið, enda sé ekki eðlilegt að verðlag sé mjög mismunandi eftir löndum, nema vegna flutningskostnaðar og slíks. Reglulega er verð á Big Mac borið saman í mismunandi löndum og má segja að þá sé verið að finna út „raungengi á mælikvarða Big Mac“.