Fara í innihald

Rasmus Nyerup

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 8. mars 2013 kl. 22:41 eftir Addbot (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2013 kl. 22:41 eftir Addbot (spjall | framlög) (Bot: Flyt 3 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q3365201)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Rasmus Nyerup

Rasmus Nyerup (12. mars 175928. júní 1829) var danskur sagnfræðingur, málvísindamaður og bókavörður. Hann fæddist í þorpinu Nyrup á Fjóni og dó í Kaupmannahöfn.

Rasmus Nyerup var stúdent frá Lærða skólanum í Óðinsvéum 1776, með ágætiseinkunn. Fór svo í Háskólann í Kaupmannahöfn og tók próf í heimspeki og guðfræði 1779-1780. Varð bókavörður við safn Peter Friderich Suhm, sem var hálfopinbert rannsóknarbókasafn. Þar sökkti hann sér niður í gögn danskra sagnfræðinga og gaf út bækur með efni þaðan. Starfaði um tíma við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, og frá 1796 við Háskólabókasafnið í Kaupmannahöfn, varð forstöðumaður þess 1803.

Árið 1796 var Nyerup skipaður prófessor í bókmenntasögu við Kaupmannahafnarháskóla.

Árið 1807 varð Rasmus Nyerup ritari í Nefndinni til varðveislu fornminja, (Oldsagskommissionen), sem hafði m.a. það verkefni að safna skýrslum um fornminjar frá prestum í Danmörku. Í árslok 1816 tók Christian Jürgensen Thomsen við af honum sem ritari nefndarinnar, samkvæmt tillögu Nyerups, sem gerði sér grein fyrir hvað í manninum bjó. Nyerup var einnig helsti stuðningsmaður og verndari Rasmusar Kristjáns Rasks. Virðist hann hafa haft næmt auga fyrir hæfileikum ungra manna sem hann kynntist.

Nyerup var fulltrúi upplýsingarinnar í Danmörku, og koma þau viðhorf fram í rannsóknum hans.

Útgefin rit

[breyta | breyta frumkóða]

Rasmus Nyerup samdi og gaf út fjölda bóka um sagnfræði, bókmenntasögu og menningarsögu, m.a. tveggja binda ævisögu Kristjáns 4. (1816). Hann var einnig með þeim fyrstu til að draga upp heildarmynd af danskri bókmenntasögu.

Hann safnaði saman og gaf út eftirlátin rit margra danskra rithöfunda frá fyrri tíð, einkum sagnfræðinga frá 18. öld, svo sem P. F. Suhm, Jacob Langebek og Bolle Willum Luxdorph. Hann gaf út dönsk málsháttasöfn og þjóðkvæði frá miðöldum. Einnig:

Hann fékkst einnig nokkuð við íslenskar fornbókmenntir, og gaf m.a. út:

  • Edda, eller Skandinavernes hedenske Gudelære (1808)

Meðal þekktustu verka hans eru:

  • Kjøbenhavns beskrivelse (1800), sem lýsir borginni vel eftir stórbruna 1794 og 1795, og fyrir stórskotaárás Englendinga 1807.
  • Almindeligt litteraturlexikon for Danmark, Norge, og Island, 1-2 (1818-1819).
  • Danska Wikipedian, 27. desember 2007