Raptr
Útlit
Raptr er vefsetur, félagsnet og forrit sem sérstaklega er miðað við þá sem spila tölvuleiki. Notendur hlaða niður forriti og það forrit safnar upplýsingum um hvaða leikir eru á tölvu notandans, hve lengi þeir eru spilaðir og hver frammistaða notandans er í hverjum leik. Þessar upplýsingar eru sendar til vefsetursins og geta þá aðrir spilarar fylgst með slíkri tölfræði hjá vinum sínum. Vefurinn fór í loftið 3. september 2008.